fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínþættirnir vinsælu Saturday Night Live hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Um er að ræða svokallaða sketch-þætti sem eru teknir upp í beinni útsendingu þar sem einvala lið grínista fær til liðs við sig þekkta Hollywood-stjörnu. Fastráðnu leikarar þáttanna eru öllu vanir og ná yfirleitt að halda andliti í gegnum upptökuna, en ekki á laugardaginn þegar Ryan Gosling var gestastjórnandi þáttarins.

Eitt atriði þáttarins á laugardaginn hefur vakið gífurlega athygli og segja margir að hér sé á ferðinni fyndnasta atriðið í langan tíma, ef ekki frá upphafi. Atriðið er sett upp sem klippa úr alvarlegum umræðuþætti þar sem virtur fræðimaður stendur fyrir svörum um hætturnar við notkun gervigreindar. Aumingja fræðimaðurinn nær þó ekki að koma sér að efninu eftir að hann veitir því eftirtekt að einn gestur í sal er furðulega líkur teiknimyndapersónu sem var vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar, Beavis úr þáttunum Beavis og Butt-Head. Hér væri hægt að fara mörgum orðum um atriðið en eins og fyrri daginn er sjón sögu ríkari. Gætið þess bara hvar þið horfið svo vinnufélagar haldi ekki að þið séuð galin þegar þið farið óhjákvæmilega að hlæja upphátt.

Blaðamaður Daily Beast lýsti viðbrögðum sínum vel í grein sem hún ritaði bara um þetta eina atriði. Hún tók fram að þegar hún hrofir á grínþætti ein þá hlær hún ekki upphátt. Ekki sökum þess að hún hafi ekki húmor heldur því það er eitthvað neyðarlegt við að hlæja einn, hlátur er svo félagslegur hlutur. Hún komst þó ekki hjá því að hlæja þegar hún horfði á laugardaginn.

„Þetta er frábær hugmynd að atriði og svo snilldarlega fáránlegt að ég er eiginlega slegin að engum hafi dottið þetta í hug fyrr. Ég get ekki verið sú eina sem fannst þetta vera með því fyndnara sem SNL hefur nokkurn tímann gefið út, í það minnsta á minni lífstíð.“

Blaðakona segir að starfsmenn SNL sem sáu um búningahönnun og förðun eigi skilið Emmy-verðlaun fyrir þetta afrek. Grínið felist einfaldlega í því að í heimi þar sem tiltekin teiknimynd er til séu til einstaklingar sem líta eins út, og hafa ekki hugmynd um það. Það sem geri þetta ódauðlegt grín er hversu fyndið leikurum, sem hafa grín að atvinnu og eru öllu vanir, finnst það líka.

„Það sem ég elska mest við þetta samt, er að ég get hlegið ein með sjálfri mér og ekki fundist ég skrítin því að horfa á „Beavis and Butt-Head“ þýðir að ég er að hlæja með öllum sem leika í atriðinu.“

Þátturinn kom út á laugardaginn og nú þegar hafa á sjöttu milljón netverja horft á klippuna sem er ansi vel af sér vikið samanborið við aðrar klippur þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“