fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest okkar kannast eflaust við hugtakið síamstvíburar sem notað er um tvíbura sem eru samvaxnir við fæðingu. Á dögunum var til dæmis sagt frá systrunum sem Lori og George Schappell sem létust þann 7. apríl síðastliðinn, 62 ára að aldri, en þær voru elstu samvöxnu tvíburasystur sögunnar þegar þær létust.

Sagan af því hvers vegna orðið síamstvíburar er notað yfir samvaxna tvíbura er um margt merkileg og á rætur sínar að rekja til bræðranna Chang og Eng Bunker sem fæddust í Síam, þar sem nú er Taíland, árið 1811. Eftir að bræðurnir öðluðust heimsfrægð var farið að nota hugtakið síamstvíburar yfir samvaxna tvíbura.

Skoskur örlagavaldur

Bræðurnir voru samvaxnir á neðri hluta bringu og vöktu athygli hvert sem þeir fóru. Foreldrar þeirra voru kínverskir og hvatti móðir þeirra þá til að reyna eftir fremsta megni að lifa sem eðlilegustu lífi. Það tókst þeim ágætlega og gátu þeir hlaupið og synt svo eitthvað sé nefnt.

Chang og Eng voru þrettán ára gamlir þegar skoskur kaupsýslumaður, Robert Hunter, kom auga á þá. Robert þótti klókur í viðskiptum og sá hann strax að hann gæti grætt vel á því að ferðast með bræðurna og sýna heiminum það furðuverk sem þeir vissulega voru.

Konungurinn fékk greitt fyrir bræðurna

Daily Star rifjaði upp sögu bræðranna og í umfjöllun miðilsins kemur fram að í fyrstu hafi konungurinn í Síam verið tregur til að hleypa bræðrunum úr landi. Hann gaf þó eftir og nokkrum árum síðar, eða árið 1829, ferðuðust bræðurnir til Bandaríkjanna þar sem þeir komu fram á sýningum. Það gerðist eftir að móðir þeirra hafði einnig fengið veglega greiðslu fyrir að hleypa þeim burt.

Ágætlega var hugsað um bræðurna á meðan á þessu stóð og fengu þeir ágætlega greitt fyrir að koma fram á sýningum. Þeir ferðuðust svo til Bretlands þar sem þeir komu einnig fram á sýningum og áhugasamir vísindamenn fengu einnig að skoða þá og leggja mat á það hvort hægt væri að aðskilja þá með góðu móti. Sir Astley Cooper, virtur breskur skurðlæknir á þessum tíma, sagði að engin ástæða væri til að aðskilja þá enda væru þeir fullkomlega sáttir eins og þeir voru.

Voru þrælahaldarar

Bræðurnir fóru svo aftur til Bandaríkjanna árið 1831 og slitu samstarfinu við Robert Hunter. Þegar þeir höfðu þénað nóg á því að sýna sig ákváðu þeir að hægja á sér og setjast að í Norður-Karólínu þar sem þeir keyptu sér land eftir að hafa orðið bandarískir ríkisborgarar. Þeir keyptu sér þræla sem unnu fyrir þá myrkranna á milli.

Á nálægu býli bjuggu tvær systur, Adelaide og Sarah Yates, og komust á góð kynni með þeim fjórum. Svo fór að bræðurnir gengu í hjónaband með systrunum. Þau deildu saman rúmi þar sem bræðurnir lágu í miðjunni og systurnar á sitthvorum endanum. Hjónin eignuðust samtals 21 barn; Chang og Delaide 10 börn og Eng og Sarah 11 börn.

Eftir að bræðurnir misstu þrælana sína, sem margir voru barnungir, neyddust þeir til að byrja aftur að ferðast og taka þátt í sýningum. Fóru þeir aftur til Bretlands en einnig til Rússlands.

Chang lést í svefni í janúar 1874, 62 ára að aldri, eftir að hafa fengið heilablóðfall. Eng gat ekki lifað lengi án bróður síns og lést hann tveimur klukkustundum síðar.

Bræðurnir með tveimur börnum sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?