Donny van de Beek snýr aftur til Manchester United í sumar en Eintracht Frankfurt hefur engan áhuga á að kaupa hann í sumar.
Van de Beek var lánaður til Frankfurt í sumar en klásúla var um það að þýska félagið.
Van de Beek hefur hins vegar ekki spilað vel fyrir Frankfurt og ætlar félagið ekki að kaupa hann á 9,5 milljónir punda.
Van de Beek er 26 ára gamall en hann var keyptur til United á 40 milljónir punda árið 2020.
United vonast til þess að selja Van de Beek í sumar en óvíst er hvort mikill áhugi verði á honum.