fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 10:30

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni að nafni Adam Benito Pedie, en hann er þrítugur að aldri. Adam situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Litla-Hrauni.

Ákæruliðirnir gegn Adam eru fimm en þrír þeirra varða stórfelld fíkniefnabrot. Er hann í fyrsta lagi sakaður um að hafa í félagi við unga konu staðið að innflutningi til landsins á tæplega 300 g af kókaíni og rúmlega 615 g a ketamíni, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Er hann sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna og fékk hann konuna til að móttaka efnin frá óþekktum aðila og koma þeim til Íslands. Konan flutti efnin til landsins með flugi frá Hollandi og hafði hún þau falin innvortis og í fötum sínum.

Hann er í öðru lagi sakaður um stórfellt fíkniefnabrot í félagi við aðra unga konu og eru þau sökuð um að hafa staðið að innflutningi á 124 g af kókaíni og rúmlega 230 g af ketamíni. Kom hann að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna og fékk konuna til að móttaka efnin frá óþekktum aðila og koma þeim til landsins. Þessi kona kom einnig með efnin til landsins með flugi frá Hollandi, hafði hún þau falin innvortis og hugðist afhenda Adam þau við komuna til Íslands.

Adam er í þriðja lagi sakaður um að hafa staðið að innflutningi á 861,46 g af ketamíni sem hann flutti til landsins með póstsendingu frá Hollandi en lögreglumenn stöðvuðu sendinguna á pósthúsi þann 8. janúar síðastliðinn.

Adam er einnig ákærður fyrir að hafa haft amfetamín, kókaín og ketamín í fórum sínum þegar lögregla gerði húsleit hjá honum á heimili hans í Hamraborg. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa framvísað í blekkingarskyni frönsku kennivottorði sem tilheyrir öðrum manni þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum fyrir utan heimili hans í Hamraborg.

Héraðssaksóknari krefst þess að Adam verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á þeim fíkniefnum sem hafa verið haldlögð í lögregluaðgerðum gegn honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis