Mauricio Pochettino stjóri Chelsea hótar því að henda leikmönnum Chelsea í burtu ef þeir haga sér eins og í gær, Noni Madueke og Nicolas Jackson veittust þá að Cole Palmer sem var að fara að taka vítaspyrnu.
Chelsea vann 5-0 sigur á Everton í gær en þegar Palmer var að fara að taka vítið þá fauk í Palmer og Madueke
„Þetta er til skammar,“ sagði Pochettino.
Cole Palmer was right. pic.twitter.com/CMCOTkSGQ4
— 🐬 @𝗼𝗻𝗲𝗷𝗼𝗯𝗹𝗲𝘀𝘀𝗯𝗼𝘆 (@OneJoblessBoy) April 16, 2024
„Ég sagði leikmönnum í klefanum að þeir geti ekki hagað sér svona, ég sagði að þetta væri í síðasta sinn sem ég myndi leyfa þetta.“
„Þeir taka allir þátt í þessu, ef svona gerist aftur þá losa ég mig við þá. Það er ekki grín.“
„Það er hræðilegt eftir svona góðan leik að sjá svona hegðun.“