fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar valdafólk fer í forsetaframboð bregður það sér gjarnan í lopapeysuna til að sýna alþýðleik sinn og þjóðhollustu,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, í umræðuhópi flokksins á Facebook.

Þar birtir hann myndir af Katrínu Jakobsdóttur, sem tilkynnti framboð sitt til forseta fyrir skemmstu, og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðenda, og bendir á að bæði hafi látið mynda sig í lopapeysu eftir að þau tilkynntu um framboð sitt.

Gunnar Smári segir að þetta sé líklega gert að ráðum almannatengla en staðreyndin sé samt sú að þetta virkar ekki.

„Ólafur Ragnar lét lopapeysuna alveg vera og birtist alltaf sem það sem hann var, pólitískur refur. Fólk kaus hann út á það, ekki að hann væri eins og við hin. Þá voru þær aðstæður uppi að Davíð hafði verið forsætisráðherra í fimm ár og þjóðin upplifði að hann þyrfti eitthvert mótvægi á Bessastöðum. Kannski sjá einhverjir kjósenda Katrínu sem mótvægi við Bjarna Ben, en þeir eru líklega ekki margir,“ segir Gunnar Smári.

Hann rifjar svo upp að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið 41,4% atkvæða árið 1996, Davíð 13,7% árið 2016 og Katrín mælist nú með 22,1% í nýjustu könnun. Katrín muni mögulega eiga við ramman reip að draga sé litið til fyrstu könnunar eftir framboðsyfirlýsingu Ólafs Ragnars þar sem hann mældist með 61% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“