Mestu vonbrigði Bestu deildarinnar er Stjarnan að mati Guðmundar Benediktssonar sem stýrir Stúkunni á Stöð2 Sport. Í þætti gærdagsins fékk Stjarnan og þjálfair liðsins, Jökull Elísabetarson á baukinn.
Þar var rætt um undirbúningstímabilið hjá Stjörnunni þar sem Jökull spilaði á mörgum leikmönnum og lykilmenn eins og Emil Atlason klukkuðu fáar mínútur.
„Ef við tökum Emil, hann spilar samanlagt 100 mínútur í Lengjubikarnum. Byrjaði einn leik, það er ekki nóg. Svo spila þeir æfingarleiki, þeir spila við Grindavík þar sem Emil skorar. Mér hefur fundist hann vera þungur, mér hefur hann ekki vera í því standi sem hann hefur verið í síðustu ár,“ sagði Láru Orri Sigurðsson sérfræðingur Stúkunnar um málið.
Hann segist hafa tekið samtalið við við stuðningsmann Stjörnunnar. „Hann sagði að undirbúningstímabilið hefði verið öðruvísi, það ætti eftir að koma í ljós hver staðan er á þeim. Það var lítið tempó í leiknum gegn Víkingi, KR hleypur yfir þá í seinni hálfleik. Það bendir margt til þess að þeir séu ekki í nógu góðu standi.“
„Það er allt í lagi að vera með tilraunastarfsemi en þá gerir þú það í æfingarleikjum í desember og janúar, ekki fyrir framan sjónvarpsvélar,“ sagði Lárus og átti þar við leiki þar sem Jökull var að prófa að láta varnarmenn liðsins hlaupa upp í fremstu víglínu í vetur í uppspili, var sýnt frá því í þættinum.
Albert Brynjar Ingason segir þjálfarann hafa gert stór mistök. „Jökull er búinn að taka þetta undirbúningstímabil og sýna því vanvirðingu, og er ekki búinn að nýta það almennilega.“
Gummi Ben lagði þá orð í belg. „ÉG verð að segja að ekkert lið hefur valdið mér meiri vonbrigðum en Stjarnan í fyrstu tveimur umferðum.“