Endurbætur hafa staðið yfir á húsinu undanfarin misseri en byggingin hýsti áður dönsku kauphöllina.
Eldsupptök eru ókunn en ljóst má vera að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu sem hafist var handa við að byggja árið 1620 þegar Kristján IV var konungur Danmerkur. Þekktasta kennileiti byggingarinnar, 56 metra há spíra, varð eldinum að bráð í morgun.
Lögregla og slökkvilið er með mikinn viðbúnað á vettvangi og hefur götum í nágrenninu verið lokað.