fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju, laust fyrir klukkan þrjú í nótt, vegna erlends flutningaskips sem varð vélarvana um fjórar sjómílur út af Rifstanga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir að þá hafi íslenskt togskip sem var í nágrenninu einnig verið beðið um að halda á staðinn. Flutningaskipið rak í átt að landi en áhöfn þess lét akkeri skipsins falla og tókst að stöðva rekið.

Skipið er nú um þrjár sjómílur frá landi og akkeri þess halda. Vindur er hægur á staðnum og ölduhæð um tveir metrar. Þegar mesta hættan var liðin hjá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar afturkallaðar ásamt togskipinu sem var til taks á staðnum.

Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á staðinn eftir hádegi. Þá verður tekin ákvörðun með útgerð skipsins með hvaða hætti það verði dregið af staðnum. Þá er þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu á Akureyri ef á þarf að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“