Live Science segir að erfðafræðirannsókn hafi staðfest að um gráúlf hafi verið að ræða en sérfræðingar vita ekki hvernig úlfurinn komst á þessar slóðir. Calhoun County er í suðurhluta Michigan Lower Peninsula en þar hafa gráúlfar ekki sést í heila öld. Í Upper Peninsula, sem er í um 400 kílómetra fjarlægð, halda um 630 gráúlfar til. Öðru hvoru hefur sést til úlfa á norðurhluta Lower Peninsula, um 200 kílómetra frá Calhoun County.
Í fréttatilkynningu frá náttúrverndarstofnun Michigan er haft eftir Brian Roell, líffræðingi, að sjaldgæft sé að það sjáist til úlfa svo langt frá heimkynnum sínum en á síðustu áratugum hafi borist fregnir af úlfum í Lower Peninsula.
Síðast var tilkynnt um gráúlf á norðurhluta Lower Peninsula 2014. En það er mjög óvenjulegt að gráúlfar komi svo sunnarlega sem Calhoun County er. Yfirvöld eru því að rannsaka hvernig stendur á því að úlfurinn var á þessum slóðum.
Úlfurinn vó 38 kíló en það er fjórum sinnum meira en sléttuúlfur vegur.