Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu Prósent sem gerði skoðanakönnun á ánægju landsmanna með breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu eru 78 prósent þjóðarinnar óánægð með að Bjarni Benediktsson hafi tekið við embætti forsætisráðherra.
Fyrirtækið spurði þátttakendur um hversu vel þeim litist á allar þær breytingar sem gerðar voru á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar.
73 prósent svöruðu að þeim litist illa á þær, 14 prósent leist vel á þær og 13 prósent svöruðu hvorki né.
Marktækur munur var á ánægju þeirra sem eldri eru og þeirra sem yngri eru með breytingarnar:
Alls sögðust 78 prósent ósátt við að Bjarni Benediktsson sé orðin forsætisráðherra en 13 prósent ánægð og 8 prósent svöruðu hvorki né.
Marktækur munur var á afstöðu karla og kvenna og voru konur óánægðari:
55 ára og eldri eru einnig marktækt ánægðari með Bjarna en yngra fólk:
Langmesta ánægju með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra er að finna þeir sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum en meðal þeirra sem nefndu aðra flokka:
Um könnunina sjálfa segir í tilkynningunni:
„Gögnum var safnað frá 9. til 14. apríl 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51,22%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.“