fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 17:14

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur samið við Jóhannes Karl Guðjónsson um framlengingu á samningi hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samningurinn gildir út nóvember 2025, en framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í janúar 2022, er með KSÍ Pro þjálfaragráðu. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann stýrði þar til hann hóf störf með landsliðinu.

Næstu verkefni A landsliðs karla eru vináttuleikir á útivelli við England og Holland í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Blikar á toppinn eftir nauman sigur

Besta deild kvenna: Blikar á toppinn eftir nauman sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tapar líklega baráttunni við PSG

United tapar líklega baráttunni við PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki atvinnumannalið í fyrsta sinn frá 1937 – Hafa unnið deildina sex sinnum

Ekki atvinnumannalið í fyrsta sinn frá 1937 – Hafa unnið deildina sex sinnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkamlegt ástand dómara mælt í nýrri rannsókn

Líkamlegt ástand dómara mælt í nýrri rannsókn
433Sport
Í gær

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið