fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 16:30

Rex Heuermann er grunaður um hræðilega glæpi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum aðstoðarmaður meinta raðmorðingjans Rex Heuermann segir hann skulda sér tæpar 3 milljónir. Hún hafi fengið illar bifur af honum strax þegar hún störf en þó aldrei grunað að hann yrði sakaður um hrottaleg morð. Tæpu ári eftir handtöku fyrrum yfirmannsins er hún enn að komast yfir áfallið. 

Donna Sturman varð ráðin inn sem aðstoðarmaður á arkitektastofu Heuermann á Manhattan árið 2017. Hún segir nú í viðtali við WABC-TV að henni hafi frá öndverðu þótt óþægilegt að vinna fyrir meinta raðmorðingjann. Hún hafi þó tekið starfinu þar sem hún hafði ekki um annað að velja.

„Hann bauð mér svo mikinn pening, og eins og ég segi, þá var ég staurblönk, svo ég þáði vinnuna.“

Efndir á þessu loforði voru þó ekki eftir væntingum en Sturman fékk hvorki greitt fyrir yfirvinnu eða fyrir orlof. Vinnumálastofnun New York komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að Heuermann skuldaði aðstoðarmanni sínum tæpar 3 milljónir, en þó gengið væri eftir arkitektinum þá greiddi hann ekki krónu. Málið fór því í úrskurð sem féll í september Sturman í vil.

„Nei hann hefur ekki borgað mér. Hann er klárlega ekki í fangelsinu núna að skrifa út ávísanir.“

Eitt helsta sönnunargagnið sem tengir Heuermann við morðin er erfðaefni sem lögregla fann á kassa utan af pitsu í ruslatunnu við heimili Heuermann. Sturman segist oft hafa keypt pitsu sem þessa fyrir yfirmann sinn.

„Ég keypti þessar pitsur fyrir hann. Það truflaði mig alltaf að hann borðaði aldrei skorpuna“

Sturman segir að þó tæpt ár sé liðið frá því að Heuermann var handtekinn þá hafi hún ekki enn komist yfir áfallið. „Þetta er bara skelfilegt áfall, maður varla trúir þessu“

Þó henni hafi ekki liðið sérstaklega vel í starfi þá hafi ekki hvarflað að henni að Heuermann væri fær um að myrða fjórar konur og losa sig við líkamsleifar þeirra með vanvirðandi hætti.

„Hann virtist alltaf svo tillitssamur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin