fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er fínt að mæta þeim á útivelli því við eigum leik við Vestra þarna í kjölfarið. Það er gott að venjast vellinum þar,“ sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, við 433.is í dag eftir að hans lið dróst gegn Þrótti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

HK hefur spilað tvo leiki það sem af er í Bestu deildinni. Liðið náði í sterkt jafntefli gegn KA á útivelli í fyrsta leik en tapaði svo 0-4 gegn ÍA á heimavelli í gær.

„Þetta stig fyrir norðan var sterkt. Leikurinn í gær var kannski annað atriði. Þetta voru vonbrigði, að tapa 4-0 heima er allt of mikið. Rauða spjaldið breytti kannski aðeins leikmyndinnni en við eigum ekki að fá á okkur fjögur mörk. Við þurfum að sýna meiri karakter en það.“

video
play-sharp-fill

HK var af flestum spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót. Leifur telur að liðið geti nýtt það á jákvæðan hátt.

„Það kom mér ekkert mikið á óvart. Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður en við höfum sýnt það undanfarin ár að við erum með sterkt lið og erum sterkir karakterar. Þetta hentar okkur vel.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið
Hide picture