fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Rúnar ræðir dráttinn – „Við vitum svosem ekkert um þá“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 13:32

Rúnar Kristinsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram dróst á móti 3. deildarliði Árbæs í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari fyrrnefnda liðsins, var brattur er hann ræddi við 433.is eftir dráttinn í Laugardal í dag.

„Þetta verður frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn til að fara í Árbæinn og horfa á fótbolta í bikarnum. Það verður mjög gaman og skemmtilegt verkefni. Við vitum svosem ekkert um þá en þurfum að fara að afla okkur upplýsinga um þá núna,“ sagði Rúnar.

video
play-sharp-fill

Hann segir bikarkeppnina alltaf krydda fótboltasumarið með skemmtilegum hætti.

„Bikarinn er ofboðslega skemmtilegur og það er gaman að taka þátt í honum. Það er gaman að koma hingað og taka þátt í þessum drætti. Þetta er skemmtileg keppni og er stór á Íslandi. Menn vilja vinna hana, standa sig vel og komast langt. Þetta fjölgar leikjum og getur verið lyftistöng inn í aðra leiki, eins og í Íslandsmótinu. Ef það gengur ekki nógu vel þar geta menn notað bikarinn til að prófa eitthvað.

Þetta er styttri leið inn í Evrópukeppni eins og menn segja alltaf,“ sagði Rúnar léttur.

Rúnar tók við stjórn Fram í haust og er á sínu fyrsta tímabili með liðið. Fyrsti leikur í Bestu deildinni undir hans stjórn var gegn Vestra og vannst 2-0.

„Ég er ánægður. Auðvitað viljum við alltaf gera betur og bæta okkur, stækka hópinn og allt það. En ég kvarta ekki. Ég er ánægður á vinnustaðnum og með virkilega góða menn með mér í þjálfarateyminu og stjórnin er að berjast alla daga við að hjálpa okkur að gera allt eins vel og hægt er. En við þurfum að sjá hvernig þetta þróast. Það er einn leikur búinn og ekkert hægt að dæma okkur mikið út frá þeim leik endilega, hvort sem það var gott eða slæmt,“ sagði hann.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
Hide picture