Manchester Evening News segir að nokkrir leikmenn Manchester United bíði eftir tíðindum af þjálfaramálum félagsins, hvort Erik ten Hag verði rekinn eða ekki.
Ten Hag er mjög valtur í sessi en United er á verri stað en vorið 2014 þegar David Moyes var rekinn úr starfi.
Segir í frétt MEN að nokkrir leikmenn liðsins séu að skoða framtíð sína en bíði eftir fréttum af Ten Hag.
Eru Alejandro Garnacho, Jadon Sancho og fleiri nefndir til sögunnar en líkur eru taldar á að Ten Hag verði rekinn.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með United en eftir ágætt fyrsta tímabil hefur ekkert gengið upp í ár og margir leikmenn virðast vilja losna við hann.