fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle voru viðstödd pólókeppni í Grand Champions Polo Club í Wellington, Flórída á föstudag, þar sem Harry keppti með pólóliði sínu.

Það er þó ekki frammistaða leikmanna sem er aðalumtalsefnið heldur hallærisleg framkoma Markle að mati netverja.

Á myndum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá Markle skjótast að hlið eiginmanns síns þegar önnur kona reynir að stilla sér upp við hlið hans fyrir myndatöku. Heyrist Markle segja: „Viltu koma hingað?“ Markle brosti síðan sínu breiðasta fyrir myndavélarnar þegar konan hafði fært sig og stillt sér upp við vinstri hlið hennar.

Í myndbandinu má sjá að konan þarf að beygja sig undir bikar Harry og félaga hans til að standa þar sem Markle er þóknanlegt.

„Hún virðist óörugg með eiginmann sinn. Þess vegna heldur hún áfram að halda fast í hann og hverri konu sem stendur við hlið hans er sagt að standa við hlið hennar,“ skrifar kona í athugasemd við myndbandið.

„Stjórnsemi Meghan fyrir allan heiminn að sjá. Þvílíkur skortur á fágun og góðmennsku. Hún treður sjálfri sér inn í sigur Harry og liðs hans. Hryllingur,“ skrifar annar. En eins og sjá má stillti Markle sér í miðju liðsins fyrir myndatökur.

Á síðasta ári neituðu heimildarmenn að hrikti í stoðum hjónabands Harry og Markle, en heimildamaður einn sagði nokkru síðar að hann gæfi hjónabandinu aðeins nokkur ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“