fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnífamaður réðst á predikara og tilbiðjendur í kirkju einni í Wakeley í vesturhluta Sydney í Ástralíu í morgun að íslenskum tíma. Um helgina voru sex einstaklingar stungnir til bana af fertugum karlmanni, Joel Cauchi, í borginni.

Sjá einnig: Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Árásin í morgun átti sér stað í The Good Shepherd-kirkjunni og var biskup kirkjunnar, Mar Mari Emmanuel, stunginn nokkrum sinnum. Emmanuel var að predika í messu þegar svartklæddur hnífamaðurinn réðst að honum og nokkrum gestum kirkjunnar.

Messan var send út í beinni útsendingu á netinu og sást árásin greinilega í útsendingunni eins og meðfylgjandi skjáskot ber með sér.

Ástralska lögreglan segir að áverkarnir sem Emmanuel hlaut í morgun séu ekki lífshættulegir. Tveir aðrir gestir kirkjunnar eru sagðir hafa slasast í árásinni. Hnífamaðurinn var yfirbugaður og er hann nú í haldi lögreglu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Mari Emmanuel og kirkja hans eigi sér marga fylgjendur. Þannig fylgja 200 þúsund manns YouTube-síðu kirkjunnar og voru margir að horfa á þegar árásin var framin.

Emmanuel komst í fréttirnar þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir. Gagnrýndi hann sóttvarnarráðstafanir harðlega og líkti þeim við þrælahald og þá kvaðst hann hafa litla trú á að gagnsemi bóluefna gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?