fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví, ferðamálafræðingur sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt eiginmanni sínum, ákvað að hætta viðskiptum við fjártæknifyrirtækið Rapyd fyrir skemmstu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Rapyd að undanförnu og ýmsir kallað eftir sniðgöngu vegna tengsla fyrirtækisins við Ísrael. Fyrirtækið er þaðan og forstjóri þess, Arik Shtilman, hefur stutt hernaðaraðgerðir á Gasa og Vesturbakkanum. Þess má geta að forstjóri Rapyd á Íslandi, Garðar Stefánsson, hefur svarað þessari gagnrýni fullum hálsi.

Sjá einnig: Garðar segir að gagnrýnin á Rapyd sé ómálefnaleg og ómakleg

Ragnheiður segir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun að fyrirtæki hennar hafi verið með samning við Rapyd um færsluhirðingu þar til þau heyrðu að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu, umræddur Arik Shtilman, hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gasa.

„Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað,“ segir Ragnheiður og bætir við að það hafi verið auðsótt að hefja viðskipti annars staðar.

„Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu – gat ekki verið einfaldara,“ segir hún.

Ragnheiður vísar svo í niðurstöður könnunar Maskínu fyrir félagið Ísland-Palestína sem gerð var fyrir skemmstu, en samkvæmt niðurstöðum hennar vilja tæp 60% landsmanna síður eða alls ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nýta greiðslumiðlun frá Rapyd. Vísir fjallaði um niðurstöðurnar í síðasta mánuði.

Ragnheiður segir að eftir að hún sá umræddar niðurstöður hafi hún verið enn sáttari við þá ákvörðun að skipta.

„Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd.“

Ragnheiður hvetur önnur fyrirtæki til að hugsa sinn gang.

„Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg