Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish hjá Manchester City hefur sett up gufubað í garðinum hjá sér og fer nú í það öll kvöld.
Grealish sýnir frá þessu á samfélagsmiðlum en hann lét setja upp gufubaðið fyrir utan glæsihús sitt fyrir utan Manchester. Hann og kærasta hans, Sasha Attwood, nota það mikið.
Grealish fer nú í gufu minnst 10 mínútur öll kvöld og eyðir svo öðrum tíu mínútum úti í fersku lofti.
Englendingurinn sýndi frá því á samfélagsmiðlum að gufubaðið er um 110 gráðu heitt þegar hann er þar inni.