Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við Fylki.
Það var engin flugeldasýning í boði í lokaleik helgarinnar en ekkert mark var skorað á Wurth vellinum.
Arnar hefði viljað þrjú stig úr leiknum og vill meina að sínir menn hafi verið sterkari.
,,Ég held það nú en samt leikur þar sem þeir áttu sín tækifæri og upphlaup en heilt yfir stjórnuðum við leiknum og vorum mun meira með boltann,“ sagði Arnar.
,,Það vantaði gæði á síðasta þriðjung til að klára en ég held við höfum fengið nokkur færi en þeir áttu sín upphlaup. Við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“
,,Við erum trekk í trekk að komast aftur fyrir þá og erum kannski of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta. Það er bara það sem skilur á milli.“