fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 04:10

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var komin undir þrítugt svaf ég hjá manni sem var 16 árum eldri en ég. Það truflaði mig ekki mikið að aldursmunurinn var svona mikill en þetta var í fyrsta sinn sem ég svaf hjá einhverjum svona mikið eldri en ég. Fram að þessu hafði mesti aldursmunurinn verið níu ár. Tíminn sem ég eyddi með honum var svo sannarlega ný reynsla sem opnaði augu mín.

Ólíkt fyrri hjásvæfum mínum á mínum aldri, þá reið hann mér ekki bara og velti sér svo á hliðina til að sofa. Það voru forréttindi fyrir hann að fá að kanna líkama minn, svo hann tók sér góðan tíma til að kanna hvað æsti mig, meiri en nokkur önnur hjásvæfa mín, á mínum aldri, hafði nokkru sinni gert.

Eftir þetta hef ég sofið hjá fleiri sem eru eldri en ég, en ég hef líka sofið hjá körlum sem eru yngri en ég.

Svona hefst grein eftir pistlahöfundinn Almara Abgarian á vef Metro. Í greininni segir hún að það sé mikill munur á því að stunda kynlíf með körlum sem eru töluvert eldri en hún og þeim sem eru yngri.

Hún segir að þegar hún var á þrítugsaldri hafi hún fundið til öryggis við að sofa hjá eldri mönnum. Á þessum tíma hafi hún enn verið að læra á sig sjálfa. Það geti verið ógnvekjandi að prófa nýja hluti í rúminu þegar maður er frekar nýbyrjaður að stunda kynlíf og henni hafi fundist auðveldar að gera tilraunir í þeim efnum með eldri mönnum þar sem hún hafi vitað að hún hafi verið í góðum höndum hjá þeim. „Mér leið ekki kjánalega með þeim fyrir að vera óreynd,“ segir hún.

Hún segir að flestir hafi þeir verið ákafir í að sýna henni hvað þeir kunnu fyrir sér í kynlífi, „þeir voru eins og „kennarar“ í kynlífi og ég var meira en námfús nemandi,“ segir hún.

Hún segir að auðvitað hafi ákveðnir ókostir stundum fylgt þessu. Sumir hafi kosið sínar eigin aðferðir við ákveðna hluti og stundum hafi henni fundist þeir hafa yfirhöndina vegna aldursmunarins.

Þegar kemur að kynlífi með yngri mönnum þá segist hún reyna að tryggja að þeir finni ekki fyrir aldursmuninum og reyni að tryggja jafnræði þeirra á milli. Hún spyrji þá því út í þá stöðu sem uppi er hverju sinni og hvetji þá til að segja hvað þeir vilja.

En reynsla hennar sé að ungir menn geri þetta ekki alltaf og nefnir hún einn fyrrum elskhuga sem hafi verið frábær í rúminu, hafi gefið og gefið af sér og það hafi hún kunnað vel að meta. En þegar horft sé framhjá kynlífinu þá hafi persónuleiki hans verið eins spennandi og pappakassi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?