Bayer Leverkusen er Þýskalandsmeistari 2024 eftir sigur 5-0 á Werder Bremen á heimavelli í kvöld.
Leverkusen er enn taplaust á toppi deildairnnar með 79 stig en liðið hefur unnið 24 leiki af 28 og gert fjögur jafntefli.
Bayern Munchen var lengi í baráttunni við Leverkusen á toppnum en eftir erfitt gengi á nýju ári er það síðarnefnda meistari.
Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool, Real Madrid og Bayern, er stjóri Leverkusen og hefur náð stórkostlegum árangri.
Leverkusen getur nú einbeitt sér alfarið að Evrópudeildinni en væri þó pottþétt til í að klára tímabilið taplaust enda um mjög sjaldgæft afrek að ræða.