Roberto De Zerbi hefur staðfest það að hann hafi lítinn sem engan áhuga á því að yfirgefa lið Brighton þrátt fyrir áhuga annars staðar.
Lið á Ítalíu sem og á Englandi hafa sýnt De Zerbi áhuga en hann hefur gert flotta hluti með Brighton á stuttum tíma.
Ítalinn segist elska fótboltann heima fyrir en er nú kominn til Englands og virðist elska lífið hjá sínu nýja félagi.
Liverpool hefur til að mynda verið orðað við þennan ágæta stjóra sem og Juventus en hann er samningsbundinn til ársins 2026.
,,Ég elska Ítalíu og okkar fótbolta. Mér líður þó vel á Englandi og í ensku úrvalsdeildinni og hef engan áhuga á að fara,“ sagði De Zerbi.
,,Það er ekkert lið sem mun breyta þeirri skoðun, ég er búinn að tryggja mína framtíð hér.“