Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skrifað um loftskeytaárásir Írans á Ísrael á X (áður Twitter). Fordæmir hann árásirnar en hvetur alla málsaðila til að sýna stillingu.
„Ísland fordæmdir árás Írans á Ísrael í gærkvöld. Versnandi öryggistaða á svæðinu er mikið áhyggjefni. Við hvetjum alla aðila til að sýna stillingu til að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna,“ segir í tísti Bjarna.
Íranir segja að árásunum sé lokið en vara Ísrael við hefndaraðgerðum. Þórdís Reykfjörð Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi málið við RÚV og segir:
„Þetta er augljóslega alvarlegt ástand. Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi grafið undan stöðugleika og að árásin er viðbrögð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus. Með þessari beinu árás á Ísrael hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun. Við sannarlega vonum að árásum linni tafarlaust og að aðilar sýni raunverulega stillingu en þetta er alvarleg atburðarás.“
Þórdís Kolbrún fordæmdi árásina á Twitter í gærkvöld en hún segir jafnframt við RÚV:
„Við höfum fordæmt þessa árás Írans. Að öðru leyti fylgjumst við náið með bæði viðbrögðum annarra ríkja og þróuninni. Dagurinn í dag mun væntanlega með einhverjum hætti sýna hvað er líklegt að gerist í framhaldinu. Við vonum sannarlega að aðilar sýni stillingu í framhaldinu og mögulegum frekari viðbrögðum. Þetta er stigmögnun.“
Iceland condemns Iran’s attack on Israel last night. The deteriorating security situation in the region is of grave concern. We call on all parties to exercise constraint to prevent further escalation.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 14, 2024