fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. apríl 2024 10:30

Jóhann Scott Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Scott Sveinsson, þrítugur Íslendingur, sem ákærður var fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis í Kanada er á flótta á undan réttvísinni. Jóhann, sem á íslenskan föður og skoska móður, var búsettur í borginni Abbotsford í Bresku-Kólumbíu þar sem ákæran var gefin út en nú er talið að hann hafi yfirgefið borgina. Handtökuskipun hefur verið gefin út en lögregluyfirvöld ytra vita ekki hvar Íslendingurinn er niður kominn.

Þetta kemur fram í frétt Vísis í morgun og er haft eftir lögregluyfirvöldum í Abbotsford.

Grunaður um þrjú brot

Eins og áður segir snýr málið gegn Jóhanni að innflutningi og dreifingu barnaníðsefnis þar ytra  í júní 2022 og janúar 2023 sem og vörslu barnaníðsefnis í maí 2023.

Í frétt staðarmiðilsins í Abbotsford  kom fram að rannsókn málsins hafi hafist í mars 2023.  Var haft eftir lögreglustjóra borgarinnar að rannsakendur málsins hafi lagt sig alla fram við rannsókn málsins og meðal annars með hjálp leitarheimilda hafi böndin beinst að Jóhanni.

Hann var handtekinn á meðan rannsókn málsins stóð yfir en síðan látinn laus áður en ákæra í málinu var gefin út. Hann hefur síðan ekki látið sjá sig þegar málið gegn honum hefur verið á dagskrá dómstóla þar ytra og er talinn hafa flúið borgina.

Jóhann hefur starfað við kvikmyndagerð hérlendis, er giftur íslenskri konu og eiga þau einn barnungan son saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt