fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 09:08

Youtube-skjáskot frá árásinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í alþjóðamálum, Dr. Lina Khatib, segir í samtali við BBC að Íranir hafi viljað senda sterk skilaboð með drónaárásum sínum á Ísrael í gær, til að halda andlitinu gagnvart alþjóðasamfélaginu, en það sé ekki vilji þeirra að átökin stigmagnist.

Dr. Khatib segir að aðgerðin hafi í raun verið takmörkuð.

Íranir skutu í gærkvöld hundruðum dróna og flugskeyta í átt að Ísrael. Ísraelski herinn grandaði meirihluta þeirra utan lofthelgi Ísraels. Árásirnar eru ekki taldar hafa valdið miklu tjóni í Ísrael.

Árásirnar eru hefndaraðgerð vegna sprengingar Ísraelshers á sendiráði Írans í Sýrlandi í byrjun þessa mánaðar. Sjö íranskir hermenn féllu í árásinni, þar af tveir hershöfðingjar (sjá RÚV).

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt árásina í færslu á X (áður Twitter). Í færslunni segir að Ísland fordæmi árás Írans á Ísrael. Mikilvægt sé að sýna stillingu og koma í veg fyrir stigmögnun átaka á svæðinu, ástandið sé alvarlegt nú þegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks