fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diogo Dalot, leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt varnarleik liðsins eftir 2-2 jafntefli við Bournemouth í gær.

Þessi úrslit gera ekki mikið fyrir United sem á enn afskaplega takmarkaða von á að ná Meistaradeildarsæti.

Varnarleikur United í jafnteflinu var lélegur og var Dalot sjálfur harðlega gagnrýndur fyrir sína frammistöðu.

Portúgalinn viðurkennir að spilamennskan hafi verið fyrir neðan væntingar en tjáði sig ekki um eigið framlag.

,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum, kannski þurfum við að vera þéttari sem lið, við megum ekki hafa of stórt bil á milli varnarmanna og miðjumanna,“ sagði Dalot.

,,Stundum er bilið of mikið og það hefur áhrif á skyndisóknir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta því við erum ekki að spila nógu vel fyrir lið í þessum gæðaflokki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?