fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diogo Dalot, leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt varnarleik liðsins eftir 2-2 jafntefli við Bournemouth í gær.

Þessi úrslit gera ekki mikið fyrir United sem á enn afskaplega takmarkaða von á að ná Meistaradeildarsæti.

Varnarleikur United í jafnteflinu var lélegur og var Dalot sjálfur harðlega gagnrýndur fyrir sína frammistöðu.

Portúgalinn viðurkennir að spilamennskan hafi verið fyrir neðan væntingar en tjáði sig ekki um eigið framlag.

,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum, kannski þurfum við að vera þéttari sem lið, við megum ekki hafa of stórt bil á milli varnarmanna og miðjumanna,“ sagði Dalot.

,,Stundum er bilið of mikið og það hefur áhrif á skyndisóknir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta því við erum ekki að spila nógu vel fyrir lið í þessum gæðaflokki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“