Það var mikið grín gert að goðsögninni Rio Ferdinand í gær eftir leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham steinlá í þessum leik 4-0 og átti varnarmaðurinn Micky van de Ven afskaplega vondan dag.
,,Van de Ven er Rolls Royce miðvarða og hann getur vel orðið einn besti varnarmaður heims,“ sagði Ferdinand fyrir leik.
Van de Ven borgaði Ferdinand ekki til baka með frammistöðu sinni stuttu seinna og fékk Englendingurinn á baukinn á samskiptamiðlum.
Varnarmannsins til varnar þá hefur hann staðið sig vel í vetur en ummæli Ferdinand komu á afskaplega óheppilegum tíma.
,,Það að Rio Ferdinand hafi kallað hann Rolls Royce varnarmann fyrir leik… Hann skemmdi þetta allt saman!“ skrifar einn.
Annar bætir við: ,,Þessi barátta Van de Ven gegn Alexander Isak er skammarleg. Hvað ertu að segja!?“
If I was Micky Van De Ven I’d hang up my boots tomorrow I reckon pic.twitter.com/QFxq1AA5JG
— Stringer Endo (@StringerEndo) April 14, 2024