Hollywood lið Wrexham er búið að tryggja sér sæti í þriðju efstu deild Englands eftir sigur á Forest Green í gær.
Wrexham vann stórsigur á Forest Green að þessu sinni en leiknum lauk með sannfærandi 6-0 sigur.
Flestir kannast við eigendur Wrexham en það eru leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Reynolds er mögulega þekktara nafnið en hann leikur til að mynda karakterinn Deadpool í samnefndri kvikmynd.
Wrexham tryggði sér sæti í fjórðu efstu deild eða League Two á síðustu leiktíð og fer nú beint upp í League One eftir sigur helgarinnar.