Manchester United hefur fengið á sig 565 skot í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eftir leik við Bournemouth í gær.
Þessum leik lauk með 2-2 jafntefli en Bruno Fernandes skoraði bæði mörk United á útivelli.
United hefur ekki fengið á sig jafn mörg skot síðan 2004 og það eru enn sex leikir eftir í efstu deild Englands.
Það virðist staðfesta það að varnarleikur liðsins sé alls ekki boðlegur en liðið er í raun búið að missa af Meistaradeildarsæti vegna þess.
Unted fékk á sig 12 skot í fyrri hálfleiknum gegn Bournemouth í gær og 20 skot í heildina.