fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Meiddist í baki og fékk ekki að upplifa drauminn – ,,Því miður get ég ekki tekið þátt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 09:00

Rooney fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, varð fyrir meiðslum á dögunum og fékk ekki að upplifa eigin draum þessa helgina.

Rooney greinir sjálfur frá en hann átti að vera gestur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day sem er sýndur á BBC.

Rooney er atvinnulaus þessa stundina en hann var síðast þjálfari Birmingham í næst efstu deild Englands.

Þessi 38 ára gamli Englendingur er að glíma við bakmeiðsli og gat ekki mætt í settið eins og hann greinir sjálfur frá.

,,Ég er miður mín að geta ekki tekið þátt í BBC Match of the Day í kvöld, þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill,“ sagði Rooney.

,,Því miður þá varð ég fyrir sársaukafullum bakmeiðslum í fríi ásamt fjölskyldunni en ég vonast eftir því að verða hluti af teyminu í framtíðinni.“

Match of the Day er þáttur sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en þar er farið ítarlega yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“