Tveir Íslandsvinir voru mættir í stúkuna um helgina er Inter Miami spilaði við lið Sporting KC í bandarísku MLS deildinni.
Um er að ræða hjónin Brittany og Patrick Mahomes en þau þekkja vel til Íslands og þá sérstaklega Brittany.
Brittany spilaði með Aftureldingu hér heima í fótbolta árið 2017 áður en hún lagði skóna á hilluna.
Eiginmaður hennar, Patrick, er heimsþekktur leikmaður í bandarískum fótbolta og spilar í NFL deildinni í heimalandinu, Bandaríkjunum.
Þau voru mætt á völlinn í gær til að fylgjast með knattspyrnugoðsögnunum Lionel Messi, Luis Suarez og Jordi Alba sem spila allir með Miami.
Leikurinn fór fram á heimavelli Kansas og töpuðu heimamenn 3-2 þar sem Messi bæði skoraði og lagði upp.
👋 Patrick & Brittany Mahomes 👋
Getting closer to showtime at Arrowhead Stadium.
📺 #MLSSeasonPass (8:30pm ET): https://t.co/UH54jHwdQs pic.twitter.com/dOkPZ22OAb
— Major League Soccer (@MLS) April 13, 2024