Leicester City verður ekki refsað á þessu tímabili en liðið er að leitast eftir því að komast aftur í efstu deild Englands.
Leicester er í harðri toppbaráttu og er líklegt til að komast upp en liðið vann efstu deild fyrir um átta árum síðan.
Enska félagið hefur verið ákært fyrir að brjóta lög ensku deildarinnar en þá er rætt um úrvalsdeildina ekki Championship deildina.
Leicester hefur svarað fyrir sig og segir að ef einhver lög hafi verið brotin þá eigi það við um efstu deild frekar en næst efstu deild.
Enskir miðlar segja nú að Leicester verði ekki refsað á þessu tímabili en gæti byrjað næsta tímabil með mínus stig í efstu deild ef liðið kemst upp.
Championship deildin hefur reynt að refsa Leicester en án árangurs og eru allar líkur á að úrvalsdeildin taki málin í sínar hendur ef liðið fer upp á næstu vikum.