Bournemouth 2 – 2 Manchester United
1-0 Dominic Solanke(’16)
1-1 Bruno Fernandes(’31)
2-1 Justin Kluivert(’36, víti)
2-2 Bruno Fernandes(’65, víti)
Bruno Fernandes skoraði tvennu fyrir lið Manchester United sem fékk eitt stig í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Bournemouth var andstæðingur kvöldsins en fyrri leik þessara liða lauk með 3-0 tapi United á Old Trafford.
Það sama var ekki í boði í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli að þessu sinni þar sem tvö víti voru dæmd.
Fernandes gerði eins og áður sagði bæði mörk United og var Dominic Solanke á meðal markaskorara heimaliðsins.