Enska knattspyrnusambandið hefur sektað leikmenn og lið deildarinnar um rúmlega milljón pund á þessu tímabili.
Frá þessu greinir enska götublaðið Sun en fjölmargar stjörnur hafa fengið refsingu í vetur og margar af þeim hafa verið verðskuldaðar.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var sektaður um 10 þúsund pund fyrir að kalla dómarann John Brooks trúð eftir leik liðsins við Newcastle í ágúst.
Ekkert lið hefur fengið eins háa sekt og Aston Villa eftir leik við Brentford en það síðarnefnda var sektað um mjög svipaða upphæð eftir að allt ætlaði um koll að keyra í þeirri viðureign.
Samtals hafa 11 lið ensku úrvalsdeildarinnar verið sektuð en heildarlistann má sjá hér fyrir neðan.