fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Pressan
Laugardaginn 13. apríl 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Joe Lycett er þekktur fyrir að haga sér eins og tröll í netheimum, eða með öðrum orðum villa þar á sér heimildir og halda hinu og þessu fram sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Þetta notar hann svo gjarnan í uppistand sitt.

Nú hefur hann afhjúpað að í fjórgang hafi breskir miðlar fallið fyrir bullinu í honum. Þetta er gjarnan kalla að borða laukinn, eða eat the onion, sem er vísun í grínfréttamiðilinn The Onion, sem sumir áttu til með að taka alvarlega.

Sögurnar sem bresku miðlarnir tóu upp voru eftirfarandi: Að knattspyrnumaður frá Birmingham væri með marblett á lærinu sem líktist andliti Hary prins; rannsókn sem sýndi fram á að karlmenn frá Birmingham væru með lengstu getnaðarlimina í Bretlandi; Að listaverk sem sýndi persónuna Dorothy úr Galdrakarlinn í OZ væri staðfest verk eftir dularfulla götulistamanninn Banksy og loks að reisa ætti styttu af leikaranum Ian H Watkins.

Lycett sagði að miðlar sem hefðu fallið fyrir þessu væru til dæmis The Mail, The Sun, BBC, ITV News, Sky News og Independent.

Um er að ræða enn einn hrekkinn frá Lycett, en að þessu sinni í beinum tengslum vði nýja þætti hans á Channel 4.

Árið 2020 vakti grínistinn athygli þegar hann breytti nafni sínu yfir í Hugo Boss til að mótmæla því að tískurisinn væri að senda hótunarbréf á minni fyrirtæki fyrir það eitt að nota orðið „boss“. Hann mótmælti því svo árið 2022 að knattspyrnumanninum David Beckham hefði verið fengið að vera sendiherra á heimsmeistaramóti sem væri haldið á stað þar sem væru fordómar gegn hinsegin fólki, en sjálfur er Lycett hinsegin. Hann mótmælti Beckham með því að henda milljónum króna í seðlum í gegnum viðartætara. Síðar kom á daginn að seðlarnir voru falsaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður