Manchester United spilar við lið Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið er á Vitality vellinum.
United hefur verið á ansi slæmu skriði undanfarið en liðið er með einn sigur úr síðustu fimm leikjum sínum.
Bournemouth tapaði 2-1 gegn Luton í síðustu umferð en var fyrir það búið að vinna þrjá leiki í röð.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Bournemouth: Neto, Smith, Zabarnyi, Senesi, Kerkez, Cook, Christie, Sinisterra, Kluivert, Outtara, Solanke.
Man Utd: Onana, Dalot, Kambwala, Maguire, Wan-Bissaka, Casemiro, Mainoo, Garnacho, Fernandes, Rashford, Hojlund.