fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Segist hafa spilað vel með Manchester United í vetur – ,,Ánægður með mína frammistöðu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. apríl 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane, varnarmaður Manchester United, er ánægður með frammistöðu sína á þessu tímabili en margir myndu setja spurningamerki við þau ummæli.

Varane segir sjálfur að hann sé ánægður með eigin frammistöðu á leiktíðinni en gengi United hefur verið upp og niður hingað til.

Um er að ræða margfaldan sigurvegara sem kom til United frá Real Madrid 2021 og hefur spilað 93 leiki fyrir félagið.

Varane hefur glímt við þónokkur meiðsli en hefur tekist að spila 30 leiki í öllum keppnum í vetur.

,,Í Manchester, mitt fyrsta tímabil fór í að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og meiðsli settu strik í reikninginn,“ sagði Varane.

,,Síðasta ár var gott og ég er ánægður með mína einstaklingsframmistöðu á þessu tímabili og sérstaklega með ákveðni samherja minna sem neita að gefast upp þó gengið hafi verið brösugt á köflum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa