Raphael Varane, varnarmaður Manchester United, er ánægður með frammistöðu sína á þessu tímabili en margir myndu setja spurningamerki við þau ummæli.
Varane segir sjálfur að hann sé ánægður með eigin frammistöðu á leiktíðinni en gengi United hefur verið upp og niður hingað til.
Um er að ræða margfaldan sigurvegara sem kom til United frá Real Madrid 2021 og hefur spilað 93 leiki fyrir félagið.
Varane hefur glímt við þónokkur meiðsli en hefur tekist að spila 30 leiki í öllum keppnum í vetur.
,,Í Manchester, mitt fyrsta tímabil fór í að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og meiðsli settu strik í reikninginn,“ sagði Varane.
,,Síðasta ár var gott og ég er ánægður með mína einstaklingsframmistöðu á þessu tímabili og sérstaklega með ákveðni samherja minna sem neita að gefast upp þó gengið hafi verið brösugt á köflum.“