Inter Milan horfir þessa dagana til Manchester í leit að eftirmanni Hollendingsins Denzel Dumfries sem gæti vel verið á förum í sumar.
Dumfries verður samningslaus 2025 og mun yfirgefa Inter í sumarglugganum ef samningar nást ekki um framlengingu.
Inter hefur hingað til gengið illa að framlengja samning Dumfries sem myndi kosta um 30 milljónir evra.
Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United, er sagður vera efstur á óskalista Inter ef Dumfries ákveður að halda annað.
Samkvæmt Gazzetta dello Sport myndi Wan-Bissaka ekki kosta of mikið og er líklega fáanlegur fyrir um 13 milljónir punda.