Það er ekkert komið í lag hjá Bayern Munchen þó að liðið hafi staðið sig vel gegn Arsenal í miðri viku.
Þetta segir sóknarmaðurinn Thomas Muller en hann hefur leikið með liðinu allan sinn feril og er 34 ára gamall í dag.
Bayern er í raun búið að tapa baráttunni um þýska meistaratitilinn eftir slæm úrslit í vetur en gerði gott 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.
,,Við erum ekki búnir að laga neitt!“ sagði Muller í samtali við blaðamenn samkvæmt TZ.
,,Auðvitað eru allir ósáttir með stöðuna, hvar við erum í deildinni, tölfræðina og hversu mörgum leikjum við töpum.“
,,Við erum í vandræðum með að vinna leiki stöðuglega, við eigum góða leiki en ekki leiki sem þú býst við frá Bayern Munchen.“