Erling Haaland er ekki leikmaður í heimsklassa að sögn fyrrum varnarmannsins Jamie Carragher sem lék með Liverpool á sínum tíma.
Haaland var frábær fyrir Manchester City sem vann þrennuna í fyrra og hefur haldið áfram að skora mörk í vetur.
Carragher er þó á því máli að Haaland sé lúxusleikmaður og að hann hugsi meira um eigin tölfræði frekar en vgelgengni liðsins.
,,Erling Haaland er lúxusleikmaðurinn. Hann er óneitanlega einn besti markaskorari heims en hann á eftir að verða heimsklassa leikmaður,“ sagði Carragher.
,,Til þess að komast í heimsklassa þá þarftu meira en einn eiginleika. Hugsiði um bestu framherja síðustu 20 ára, Thierry Henry, Luis Suarez eða Harry Kane – þeir höfðu allir stór áhrif í stærstu leikjunum.“
,,Allir þessir leikmenn hefðu getað spilað fyrir hvaða lið sem er í heiminum og gert meira en að vera með góða tölfræði.“