Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Nadía er stuðningsmaður Manchester United en er eðlilega ekki hrifinn af gengi liðsins á þessari leiktíð.
„Maður veit eiginlega ekki hvað maður vill með þetta United lið. Maður er bara búinn að gefast upp,“ sagði hún.
„Ef eitthvað mistekst hrynur allt. Það má ekkert bjáta á. Það vantar eitthvað en ég veit ekki hvað það er.“
Umræðan í heild er í spilaranum.