Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Atvik undir lok leiks Arsenal og Bayern Munchen í Meistaradeildinni á dögunum var á allra vörum eftir hann. Þar vildi Bukayo Saka fá víti eftir viðskipti við Manuel Neuer.
Leikurinn fór 2-2 en Nadía er á því að þetta hafi átt að vera víti.
„Mér fannst það. Það er hægt að færa ansi góð rök fyrir því að þetta ætti að vera víti,“ sagði hún.
„Ég skil aðeins menn sem segja að þetta hafi ekki átt að vera víti því hann setur fótinn út en Neuer gerir það líka,“ sagði Hrafnkell um málið.
Umræðan í heild er í spilaranum.