Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
KA og HK gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á dögunum. Leikurinn fór fram í vetrarfærð fyrir norðan en Hrafnkell vildi sjá hann fara fram í Kórnum í Kópavogi.
„Ég skil ekki KA-menn. Þeir hefðu alltaf átt að skipta við HK um heimaleik, þeim var boðið það,“ sagði hann.
„KA er betra lið og vill spila fótbolta. Að fara að bjóða HK upp á þetta, þeir eru mjög öflugir í þessu. HK-ingar eru góðir í barningi, með hörkumarkmann og varnarmenn sem eru tilbúnir að berjast.
HK hefði meira að segja getað stolið þessu í lokin. Þeir fengu álitleg upphlaup.“
Umræðan í heild er í spilaranum.