Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Nadía gekk í raðir Vals á dögunum og var kynnt til leiks með stæl á leik karlaliðsins við ÍA. Þar fékk hún standandi lófatak frá fullri stúku.
„Þetta var rosalegt og þegar þeir sögðu þetta við mig þá hélt ég að þeir væru bara að grínast. Gylfi Sig er að mæta hérna tveimur mínútum á eftir mér á völlinn. Það er þokkalega merkilegt,“ sagði Nadía með bros á vör í þættinum.
„En þetta var geðveikt. Bróðir minn var að spila svo þetta var skrifað í skýin,“ sagði hún enn fremur en bróðir hennar, Patrik Atlason eða Prettyboitjokko, tróð upp fyrir leik.
Umræðan í heild er í spilaranum.