Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Bróðir Nadíu er tónlistarmaðurinn vinsæli Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, sem hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn undanfarið ár eða svo. Nadía er stolt af stóra bróður.
„Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með honum. Hann er náttúrlega ekkert eðlilega athyglissjúkur. Hann er bara að gera vel, það eru allir voða hrifnir af honum,“ sagði hún í þættinum, létt í bragði.
Enginn er þó allra og Nadía segir Patrik bara hafa gaman af þeim sem eru ekki aðdáendur hans einnig.
„Hann fýlar líka þegar fólk er ekki hrifið af honum og finnst það bara geðveikt,“ sagði hún enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.