fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Eyjan
Föstudaginn 12. apríl 2024 17:05

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Bankasýslu ríkisins, sem skipuð er þeim Tryggvi Páls­syni, Þóru Hall­gríms­dótt­ur og Þóri Har­alds­syni, hefur ákveðið að skipta út Bankaráði Landsbankans í heild sinni og tilnefna nýja einstaklinga í ráðið á aðalfundi Landsbankans sem fer fram í næstu viku. Bankasýslan heldur á 98% hlut í bankanum og því ljóst að verði þess vilji og núverandi meðlimir bankaráðsins munu víkja.

Til stóð að fimm bankaráðsmeðlimir myndu sitja áfram en í kjölfar umdeilds skuldbindandi kauptilboðs Landsbankans í tryggingafélagið TM hefur verið hætt við það og öllu bankaráðinu skipt út.

Ákvörðunin kemur í beinu framhaldi af skýrslu Bankasýslunnar sem var birt fyrr í dag en þar var ákvörðunin um kaupin sögð vera andstæð eigendastefnu ríkisins og þá hafi  „hafi verið farið viðhöfð upp­lýs­inga­gjöf í sam­ræmi við samn­ing um al­menn og sér­tæk mark­mið í rekstri bank­ans.“

Banka­sýsl­an hef­ur til­nefnt eft­ir­far­andi ein­stak­linga í bankaráð Lands­bank­ans:

Aðal­menn:

Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, formaður
Eva Hall­dórs­dótt­ir
Kristján Þ. Davíðsson
Re­bekka Jó­els­dótt­ir
Stein­unn Þor­steins­dótt­ir
Þór Hauks­son
Örn Guðmunds­son

Vara­menn:

Sig­urður Jón Björns­son, (eini sem situr áfram)
Stef­an­ía Hall­dórs­dótt­ir

Nú­ver­andi bankaráð er skipað eft­ir­far­andi ein­stak­ling­um.

Aðal­menn:

Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður
Berg­lind Svavars­dótt­ir, vara­formaður
Elín H. Jóns­dótt­ir
Guðbrand­ur Sig­urðsson
Guðrún Ó. Blön­dal
Helgi Friðjón Arn­ar­son
Þor­vald­ur Jac­ob­sen

Vara­menn:

Sig­ríður Ol­geirs­dótt­ir
Sig­urður Jón Björns­son

Til stóð að Elín, Guðbrandur, Guðrún, Helgi og Þorvaldur myndu sitja áfram í bankaráðinu en eins og áður segir hefur það verið slegið út af borðinu.

Vilja losna við TM eins fljótt og kostur er

Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum, sem birt var á vef Bankasýslunnar fyrr í dag,  segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni væri til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans.Þá  telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum,  tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“