Íbúi í Langholtshverfi hefur birt myndbönd af tryllingslegu framferði manns þar núna í eftirmiðdaginn. Á myndböndunum sést maðurinn meðal annars taka upp grjót og berja með því ítrekað á afturhlið bíls.
Ennfremur sést hann girða niður um sig buxur og nærbuxur úti á miðri götunni og bera afturendann.
Íbúinn sem tók upp myndbönd af manninum hringdi í lögreglu og greindi frá athæfi mannsins.
Atvikin áttu sér stað á Langholtsvegi. Maðurinn gekk síðan inn í Langholtskirkju.
DV náði sambandi við Unnar Mál Ástþórsson, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir Unnar að maðurinn hafi verið handtekinn og er hann núna í haldi lögreglu. Segir Unnar að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hinn handtekni er Íslendingur.