fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. apríl 2024 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Langholtshverfi hefur birt myndbönd af tryllingslegu framferði manns þar núna í eftirmiðdaginn. Á myndböndunum sést maðurinn meðal annars taka upp grjót og berja með því ítrekað á afturhlið bíls.

Ennfremur sést hann girða niður um sig buxur og nærbuxur úti á miðri götunni og bera afturendann.

Íbúinn sem tók upp myndbönd af manninum hringdi í lögreglu og greindi frá athæfi mannsins.

Atvikin áttu sér stað á Langholtsvegi. Maðurinn gekk síðan inn í Langholtskirkju.

Uppfært kl. 16:05 – Maðurinn handtekinn:

DV náði sambandi við Unnar Mál Ástþórsson, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir Unnar að maðurinn hafi verið handtekinn og er hann núna í haldi lögreglu. Segir Unnar að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hinn handtekni er Íslendingur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?