Frá byrjun febrúar á síðasta ári og út janúar á þessu ári borguðu lið á Englandi rúmar 400 milljónir punda til umboðsmanna.
Chelsea var þar á toppnum en félagið borgaði umboðsmönnum 75 milljónir punda, Manchester City borgaði 60 milljónir punda.
Manchester United borgaði 34 milljónir punda og kemur félagið í þriðja sæti en Liverpool borgaði bara ögn minna.
Luton Town borgaði minnst allra eða aðeins um tvær milljónir punda. Svona skiptust greiðslurnar.